Dæmi um að fólk tapi tugum milljóna

Hvítþvottur

Dæmi um að fólk tapi tugum milljóna

Dag­lega verj­ast ís­lensk fjár­mála­fyr­ir­tæki svik­ur­um sem reyna að brjót­ast inn í heima­banka eða ra­f­ræn skil­ríki ein­stak­linga.

Í hlaðvarpsþætt­in­um Hvítþvott­ur, sem fjall­ar um pen­ingaþvætti, seg­ir Brynja María Ólafs­dótt­ir, sér­fræðing­ur í reglu­vörslu Lands­bank­ans að netsvik sem þessi séu sí­fellt að fær­ast í auk­ana. Dæmi séu um að ein­stak­ling­ar hafi tapað ævi­sparnaðinum vegna slíkra fjár­svika.

„Þetta verða alltaf stærri og stærri mál,“ seg­ir Brynja um fjár­svik í þætt­in­um.

Að sögn Brynju leita glæpa­hóp­ar að veik­um blett­um og herja jafn­vel á fólk sem hef­ur ný­lega glímt við erfiðleika á borð við starfsmissi eða and­lát ætt­ingja. Dæmi eru um að fórn­ar­lömb fjár­svika ber­ist boð frá óprúttn­um aðilum um aðstoð við að end­ur­heimta tapað fé gegn greiðslu í þeim til­gangi að svíkja fé af fórn­ar­lömb­un­um á nýj­an leik.

„Mér finnst enn þá erfiðara að horfa upp á þegar fólk fell­ur í svo­leiðis gryfj­ur,“ seg­ir hún.

Svik í gegn­um sam­fé­lags­miðla eru nú lang­al­geng­ust. Lög­regla hef­ur ný­lega varað við svik­um af þessu tagi og fyrr á þessu ári varaði tón­list­armaður­inn Bubbi Mort­hens við aðilum sem þótt­ust vera hann á sam­fé­lags­miðlum í því skyni að svíkja fé af fólki.

Aðferðirn­ar eru marg­ar en svik­in fara meðal ann­ars fram með þeim hætti að svik­ar­ar taka yfir aðgang ein­stak­linga að sam­fé­lags­miðlum á borð við Face­book eða In­sta­gram og senda aðilum á vina­lista þeirra skila­boð. Í skila­boðunum óska þeir eft­ir síma­núm­eri og skömmu síðar eft­ir kóða sem berst í SMS skila­boðum. Með þess­um hætti freista svik­ar­ar þess að kom­ast fram hjá þeim ör­ygg­isþátt­um sem fjár­mála­fyr­ir­tæki hafa komið upp og öðlast aðgang að heima­banka viðkom­andi.

„Það sem er erfiðast í vörn­um gegn fjár­svik­um er í raun­inni að verj­ast þessu mann­lega,“ seg­ir Brynja.

Nota raf­mynt­ir

Þessi full­yrðing Brynju fær stoð í skýrslu Europol þar sem mat er lagt á hætt­una sem staf­ar af skipu­lagðri glæp­a­starf­semi næstu árin. Þar kem­ur fram að raf­mynt­ir séu gjarn­an notaðar af fjár­svik­ur­um og að þeir hafi í aukn­um mæli herjað á ein­stak­linga með fölsk­um vefsíðum sem inni­halda gylli­boð um fjár­fest­ing­ar­tæki­færi í raf­mynt­um.

Brynja seg­ir grát­legt að horfa upp á ein­stak­linga með litla þekk­ingu taka áhættu á fjár­fest­ing­um sem eru ein­ung­is sett­ar upp í því skyni að svíkja af þeim fé.

Hún seg­ir fólk gjarn­an upp­lifa skömm eft­ir að hafa orðið fórn­ar­lömb fjár­svika en hvet­ur fólk til að til­kynna strax til lög­reglu og síns viðskipta­banka gruni það svik, því ef til­kynnt er um fjár­svik um leið og þeirra verður vart geti mögu­lega verið hægt að ná fjár­mun­um til baka.

„[Það] get­ur verið mín­útu­spurs­mál “ seg­ir Brynja.

Þátt­ur­inn er kom­inn inn á all­ar helstu hlaðvarps­veit­ur.



Þessi frétt birtist fyrst á mbl.is 27. janúar 2023.